Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mohamed Salah reynd­ist hetja Al-Arabi

Aron Einar lék allan leikinn í sigri Al-Arabi í Katar í dag.

Al-Arabi vann nauman 2-1 sigur á Al-Shahaniya á heimavelli í katörsku úr­vals­deild­inni í dag. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Al-Arabi.

Heimamenn í Al-Arabi komust strax yfir á fyrstu mínútu leiksins með marki frá Mohamed Salah.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Al-Arabi en Ramin Rezaeian jafnaði metin fyrir Al-Shahaniya á 74. mínútu áður en Mohamed Salah skoraði sigurmark fyrir Al-Arabi og sitt annað mark í leiknum þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Al-Arabi.

Með sigrinum fer Al-Arabi á topp deildarinnar og hefur nú 10 stig, jafnmörg og Al-Gharafa sem er í öðru sæti.

Sigurmarkið í leiknum er hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun