Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mis­jafnt gengi Íslend­ingaliðanna

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í for­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í kvöld.

ÍV/Getty

Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í kvöld þegar leikið var í 2. um­ferð for­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.

Guðmundur Þórarinsson og liðsfélagar hans í sænska liðinu Norrköping sigruðu Liepaja frá Lit­há­en, 2-0, á heimavelli í fyrri leik liðanna í kvöld. Guðmundur lék allan leikinn fyrir Norrköping.

Norrköping fékk óskabyrjun í leiknum, eftir aðeins eina mínútu skoraði Simon Thern. Varamaðurinn Sead Haksabanovic skoraði annað mark liðsins á 80. mínútu og sá til þess að Norrköping fer með 2-0 forystu í seinni leik sinn gegn Liepaja sem verður í Lit­há­en eft­ir viku.

Danska liðið Brøndby, með Hjört Hermannsson innanborð, laut í lægra haldi fyrir pólska liðinu Lechia Gdansk, 2-1, á útivelli í fyrri leik liðanna. Hjörtur lék allan leikinn fyrir Brøndby.

Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku, á heimavelli Brøndby, í næstu viku.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar í markalausu jafntefli gegn Häcken frá Svíþjóð í fyrri leik liðanna. Albert var tekinn af velli á 58. mínútu leiksins. AZ Alkmaar fer eftir viku í heimsókn til Häcken.

Þá var Hólmar Örn Eyjólfsson ekki í leikmannahópi Levski Sofia sem tapaði stórt fyrir AEK Larnaca frá Kýp­ur, 3-0, í kvöld. Hólm­ar Örn hefur ekki enn jafnað sig á kross­bands­slit­um en það styttist í endurkomu hjá kappanum. Sömu sögu er að segja af Arnóri Ingva Traustasyni en hann var fjarverandi vegna meiðsla þegar lið hans Malmö gerði 2-2 jafntefli við Domzale frá Slóveníu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun