Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mikilvægur sigur hjá Rúnari og félögum

Rúnar Alex og liðsfélagar hans í Dijon unnu í kvöld gífurlega mikilvægan sigur.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans í Dijon unnu í kvöld gífurlega mikilvægan sigur í fallbaráttu frönsku úrvalsdeildarinnar þegar þeir lögðu Rennes, 3-2, á heimavelli. Rúnar varði mark Dijon allan leikinn í kvöld.

Naif Aguerd skoraði fyrsta mark Dijon á 20. mínútu og staðan í leikhléi var 1-0 Dijon í vil.

Snemma í seinni hálfleik, á 52. mínútu, jafnaði Rennes metin en aðeins þremur mínútum síðar náði Dijon aftur forystu. Eftir klukkutíma leik skoraði Rennes aftur og jafnaði metin á nýjan leik.

Dijon-liðið var ekki að fara sætta sig jafntefli í kvöld en þegar aðeins sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Esley Said þriðja mark Dijon og gerði þar með út um leikinn. 3-2 sigur staðreynd hjá Dijon.

Dijon er áfram í umspils-fallsæti í frönsku úrvalsdeildinni. Liðið er í þriðja neðsta sæti en nú aðeins fjórum stigum frá öruggu sæti þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun