Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mik­il­væg­ur sig­ur hjá Alfreð

Mikilvægur sigur í dag hjá Alfreð og liðsfélögunum hans í Augsburg í þýsku Bundesligunni.

ÍV/Getty

Alfreð Finnbogason og sam­herj­ar hans í Augsburg unnu mik­il­væg­an 1-3 sig­ur á Frankfurt á úti­velli í þýsku Bundesligunni í dag.

Með sigr­in­um fór Augsburg upp í 28 stig og upp í 14. sæti en 18 lið leika í deildinni. Neðstu tvö lið deildarinnar munu í vor falla niður í þýsku B-deildina á meðan liðið í 16. sæti þarf að fara í um­spil um að halda sæti sínu í deild­inni.

Augsburg er með einu stigi meira en Schalke sem er í 15. sæti og sjö stigum meira en Stuttgart, sem er í umspilsfall-sæti.

Alfreð og félagar lentu 1-0 undir eftir korter í dag en eftir hálftíma leik jafnaði Marco Ritcher metin.

Marco Ritcher var síðan aftur á ferðinni og kom Augsburg yfir þegar fjórar mínútur voru liðnar af uppbótartíma í fyrri hálfleik.

Alfreð var tekinn af velli á 83. mínútu og nokkrum augnablikum síðar skoraði Augsburg sitt þriðja mark í leiknum. Mikilvægur 1-3 útisigur staðreynd hjá Augsburg.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun