Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Mikael tryggði Midtjyl­l­and sigur

Mikael Anderson skoraði sigurmark Midtjyl­l­and í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mynd/Midtjylland

Mikael Anderson skoraði sigurmark Midtjyl­l­and þegar liðið bar sigurorð af Esbjerg með einu marki gegn engu í 1. umferð dönsku efstu deildarinnar í kvöld. Mark hans í leiknum er að finna neðst í fréttinni.

Mikael kom inn á sem varamaður á 85. mínútu leiksins og var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn, en hann tryggði Midtjyl­l­and sigurinn á 90. mínútu.

Mikael, sem er 21 árs gamall, lék á síðustu leiktíð fyrir Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni á lánssamningi frá Midtjyl­l­and. Í Hollandi lék hann 26 leiki og skoraði í þeim 7 mörk.

Á leiktímabilinu 2017-18 lék Mikael á lánssamningi fyrir Vendsyssel í Danmörku en hann fór í gegnum akademíu Midtjyl­l­and og var í kvöld að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Áður en Mikael fór að leika fyrir Excelsior í Hollandi þá hafði hann búið í Danmörku frá 11 ára aldri. Hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana. Móðir Mikaels kemur frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Árið 2017 valdi hann að spila frekar með íslenska U21 landsliðinu heldur en því danska.

Mikael á einn A-landsleik fyrir Ísland og alls 13 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið