Fylgstu með okkur:

Fréttir

Mikael: Til­finn­ing­in er al­veg frá­bær

Mikael, hetja Midtjyl­l­and í kvöld, var að vonum ánægður með sigurinn og sigurmarkið sitt.

Mynd/Midtjylland

Mikael Anderson gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark dönsku úrvalsdeildarinnar, þegar lið hans Midtjyl­l­and vann 1-0 sigur á Esbjerg í 1. umferð deildarinnar.

Mikael kom inn á sem varamaður á 85. mínútu leiksins og var ekki lengi að stimpla sig inn í leikinn, en hann tryggði Midtjyl­l­and sigurinn á 90. mínútu.

Sjá einnig: Mikael tryggði Midtjyl­l­and sigur

Hann var að vonum ánægður með markið og sigurinn.

„Til­finn­ing­in er al­veg frá­bær. Mig hefur dreymt um þetta og ég er feikilega ánægður með að hafa náð þremur stigum sem var mikilvægast,“ sagði Mikael í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV3 Sport strax að leik loknum.

Mikael, sem lék á lánssamningi fyrir Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, segir að Midtjyl­l­and eigi hug sinn allan um þessar mundir og kveðst staðráðinn í að byggja ofan á þessa frammistöðu.

„Ég er stóránægður með þetta, en þetta snýst nú um að byggja ofan á markið. Það er kominn tími á að ég haldi kyrru fyrir hjá Midtjyl­l­and.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir