Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Mikael skoraði fyr­ir topplið Midtjylland

Mika­el skoraði í sigri Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Mikael Anderson. ÍV/Getty

Mikael Anderson skoraði fyrra mark Midtjylland í 2-1 sigri liðsins gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Randers skoraði fyrsta mark leiksins en leikmaður Midtjylland gaf fyrir frá hægri þremur mínútum síðar og Mikael, sem lúrði á fjær­stöng­inni einn og óvaldaður, skoraði af stuttu færi.

Jens-Lys Cajuste skoraði annað mark Midtjylland um miðbik síðari hálfleiks og það reyndist sigurmarkið í leiknum. Lokatölur 2-1. Mikael lék fyrstu 80 mínútur leiksins.

Midtjylland er áfram á toppi deildarinnar og nú með 32 stig, fjórum stigum meira en FC Kaupmannahöfn, eftir 13 umferðir. Midtjylland hefur á leiktíðinni unnið tíu leiki, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik.

Mikael hefur á leiktíðinni spilað alla 13 leikina fyrir Midtjylland og í þeim skorað þrjú mörk og lagt upp önnur tvö.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið