Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Mikael setti tvö fyr­ir Midtjylland – Myndband

Mikael hef­ur verið í miklu stuði í æfingaleikjum með Midtjylland.

Mynd/@fcmidtjylland

Mikael Anderson var á skotskónum með danska liðinu Midtjylland þegar liðið vann stórsigur á kínverska liðinu Jiangsu Suning í æfingaleik í Dúbaí í gær.

Leikurinn endaði með 6-0 sigri Midtjylland. Mikael skoraði fyrstu tvö mörk Midtjylland í leiknum. Fyrra markið var gert á 28. mínútu með skalla og seinna markið kom á 37. mínútu með skoti í stöngina og inn. Mörkin eru hér að neðan.

Vetrarfrí er í dönsku úrvalsdeildinni og Midtjylland er í toppsæti deildarinnar með 50 stig þegar leikn­ar hafa verið 20 um­ferðir. Keppni í deildinni hefst á ný í næstu viku, en fyrsti leikur Midtjylland eftir vetrarfríið er næsta mánudag þegar Lyngby kemur í heimsókn.

Mikael var einnig í miklu stuði í æfingaleik gegn kínverska liðinu Shandong Luneng á dögunum og sýndi þar lagleg tilþrif, eins og sjá má hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið