Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mikael og fé­lag­ar með fullt hús stiga

Mikael og fé­lag­ar hans í Midtjylland eru með fullt hús stiga í dönsku úrvalsdeildinni.

ÍV/Getty

Mikael Anderson og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland unnu í dag góðan 1-0 sigur gegn Álaborg í 4. umferð deildarinnar í dag.

Midtjylland hefur ekki enn tapað stigi í deildinni og liðið hefur þar með unnið alla fjóra leiki sína í deildinni. Mikael byrjaði á varamannabekknum hjá liðinu í dag og kom inn á þegar um korter var eftir leiknum.

Allt stefndi í jafntefli í leiknum en Evander Ferreira skoraði beint úr aukaspyrnu einni mínútu fyrir lok leiksins og tryggði liðinu stigin þrjú.

FC Kaupmannahöfn er eina liðið í deildinni sem hefur byrjað betur en Midtjylland. Bæði lið eru með fullt hús stiga, 12 stig, en FC Kaupmannahöfn er með aðeins betri markatölu.

Þetta var þriðji leikur Mikaels á leiktíðinni fyrir Midtjyl­l­and en hann tryggði liðinu sigur í 1. umferðinni með sigurmarki í blálokin.

Hjörtur Hermannson var allan tímann á varamannabekknum hjá Brøndby sem tapaði fyrir Horens, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Brøndby er í 3. sæti með 7 stig.

Hjörtur fékk að öllum líkindum hvíld í leiknum í dag en liðið leikur næsta fimmtudag fyrri leik sinn gegn Braga í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun