Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mikael og fé­lag­ar enn tap­laus­ir á toppn­um

Midtjylland, sem Mikael Anderson leikur með, er enn tap­laust á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

ÍV/Getty

Einn Íslendingur var á ferðinni í dönsku úrvalsdeildinni í dag, en Mikael Anderson og samherjar hans í danska liðinu Midtjylland eru enn taplausir á toppi deildarinnar.

Mikael lék fyrsta klukkutímann í markalausu jafntefli gegn FC Kaupmannahöfn á útivelli í dag. Midtjylland er með 26 stig eftir 10 leiki með fjögurra stiga forskot á FC Kaupamannahöfn.

Hjörtur Hermannsson sat þá annan leikinn í röð á varamannabekknum hjá Brøndby sem tapaði 3-1 fyrir Esbjerg. Brøndby er í 5. sæti deildarinnar með 16 stig.

Theodór Elmar Bjarnason sneri aftur í sigurleik með Akhisarspor þegar liðið hrósaði 3-1 sigri á Hatayspor í tyrknesku 1. deildinni. Akhisarspor er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki.

Sverrir Ingi Ingason var allan tímann á varamannabekknum hjá liði sínu PAOK sem gerði 2-2 jafntefli við Aris Thessaloniki í grísku úrvalsdeildinni. PAOK er í þriðja sæti með 9 stig, jafnmörg og Olympiacos og AEK frá Aþenu en með lakari markatölu eftir fjórar umferðir.

Þá var Adam Örn Arnarson mættur á varamannabekkinn hjá Gornik Zabrze sem gerði 1-1 jafntefli við Pogon Szczecin í pólsku úrvalsdeildinni en hann kom ekki við sögu í leiknum. Gornik Zabrze er í 10. sæti með 12 stig eftir níu umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun