Fylgstu með okkur:

Fréttir

Mikael fram­lengdi við Midtjyl­l­and

Mikael framlengdi í gær samning sinn við danska úrvalsdeildarliðið Midtjyl­l­and til ársins 2024.

Mynd/Midtjylland

U21 árs landsliðsmaður­inn Mikael Anderson skrifaði í gær und­ir nýj­an samn­ing við danska úrvalsdeildarliðið Midtjyl­l­and. Samningur Mikaels við danska liðið gildir til ársins 2024.

Mikael, sem er 21 árs, var í akademíu Midtjyl­l­and-liðsins og komst upp í aðalliðið árið 2016 en hann lék á láni hjá danska liðinu Vend­syssel leiktíðina 2017-18 og á síðustu leiktíð var hann í láni hjá Ex­elsi­or í hollensku úrvalsdeildinni þar sem hann skoraði eitt mark í 17 leikj­um.

Midtjyl­l­and er um þessar mundir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir átta leiki með 22 stig, einu stigi meira en FC Kaupmannahöfn sem er í öðru sæti. Mikael hefur komið við sögu í sjö leikjum og skorað í þeim eitt mark.

„Það er góð tilfinning að framlengja samninginn og það veitir mér hvatningu. Það þýðir að liðið hefur trú á mér og það hvetur mig enn frekar til að leggja mig 100% fram fyrir Midtjyl­l­and. Ég er mjög ánægður og stoltur að framlengja samninginn.

Ég tel mig vera betri eftir að hafa verið á láni og hlakka mikið til framhaldsins,“ sagði Mikael í viðtali við heimasíðu Midtjyl­l­and.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir