Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Mikael Egill skaut liði sínu áfram í úrslitakeppni

Mikael Egill skaut U17 ára liði Spal áfram í úrslitakeppni þegar hann skoraði tvö mörk í sigri liðsins í gær.

Mynd/Fram

Mikael Egill Ellertsson skaut í gær U17 liði Spal áfram í úrslitakeppni U17 liða á Ítalíu. Hann skoraði bæði mörk Spal í 2-1 sigri liðsins gegn Torino.

Framlengja þurfti leikinn í gær en Mikael skoraði fyrra mark sitt á 4. mínútu og það seinna í framlengingu leiksins á 100. mínútu.

Mikael Egill, sem var keyptur til Spal frá Fram í fyrrasumar, lék með U17 ára liði Íslands sem spilaði fyrr í mánuðinum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Dublin á Írlandi. Hann var tvívegis á skotskónum á því móti, en hann skoraði í leikjum gegn Ungverjalandi og Portúgal.

U17 lið Spal, lið Mikaels Egils, mun í framhaldinu leika annað hvort við Hellas Verona eða Genóa.

Bæði mörk hans í leiknum má sjá hér: 

Heimild: Fótbolti.net

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið