Fylgstu með okkur:

Fréttir

Mikael besti maður vall­ar­ins í sigri toppliðsins

Mikael var í gær besti maður vall­ar­ins í góðum sigri Midtjylland.

Mynd/Midtjylland

Mikael Anderson og samherjar hans hjá danska liðinu Midtjylland höfðu betur gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Lokatölur í leiknum urðu 2-1, Midtjylland í vil.

Mika­el jafnaði met­in fyr­ir Midtjylland á 58. mín­útu leiksins þegar hann lúrði á fjær­stöng­inni einn og óvaldaður og skoraði af stuttu færi. Í leikslok var Mikael út­nefnd­ur besti maður vall­ar­ins af áhorfendum.

Midtjylland hefur 32 stig eftir 13 umferðir og náði með sigrinum fjögurra stiga forskoti í toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar en FC Kaupmannahöfn er í öðru sætinu.

Mikael hefur á leiktíðinni spilað alla 13 leikina fyrir Midtjylland og í þeim skorað þrjú mörk og lagt upp önnur tvö.

 

View this post on Instagram

 

I valgte målscorer Mikael Anderson, som jeres Man of The Match i sejren over Randers 👏

A post shared by FC Midtjylland (@fcmidtjylland) on

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir