Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mikael áfram á toppn­um

Mikael og samherjar hans í Midtjylland eru áfram á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur í dag.

Mikael Anderson. ÍV/Getty

Tólftu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar lauk í dag þar sem Midtjylland styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með útisigri á Silkeborg, 2-1. Mikael Anderson lék fyrstu 70 mínúturnar í leiknum fyrir Midtjylland.

Emiliano Marcondes kom Midtjylland í 1-0 á 31. mínútu og þannig var staðan að lokn­um fyrri hálfleik.

Midtjylland tvöfaldaði forystuna á 67. mínútu þegar leikmaður Silkeborg varð fyrir því óláni að skora í eigið mark, en Silkeborg tókst þó að laga stöðuna á annarri mínútu uppbótartímans. Fleiri urðu mörkin ekki og Midtjylland fagnaði því að lokum 2-1 sigri.

Midtjylland er nú eftir tólf umferðir með 29 stig á toppi deildarinnar, fjórum stigum meira en FC Kaupmannahöfn, sem tapaði fyrr í dag gegn Hirti Hermanssyni og samherjum hans í Brøndby.

Jón Dagur Þorsteinsson kom þá inn á sem varamaður á 73. mínútu hjá AGF frá Árósum þegar liðið beið lægri hlut fyrir Randers, 2-0.

AGF er í 5. sæti deildarinnar með 20 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun