Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mikael á skot­skón­um

Mikael skoraði í sigri Midtjyl­l­and sem trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

Mikael í leik með Midtjyl­l­and á leiktíðinni. ÍV/Getty

Mikael Anderson, leikmaður Midtjyl­l­and, var á skotskónum er lið hans vann Lyngby 3-0 í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Awer Mabil kom Midtjyl­l­and yfir á 29. mínútu áður en Mikael bætti við öðru á 54. mínútu í síðari hálfleik. Þetta var annað mark hans á leiktíðinni.

Mikael byrjaði leikinn en var skipt af velli á 65. mínútu og aðeins einni mínútu síðar kom þriðja markið hjá Midtjyl­l­and sem Erik Sviatchenko skoraði. Hjá Lyngby sat Frederik Schram á varamannabekknum.

Mikael skrifaði á dögunum und­ir nýj­an samn­ing við Midtjyl­l­and. Samningur Mikaels við danska liðið gildir til ársins 2024.

Midtjyl­l­and er eftir leikinn áfram á toppi deildarinnar með 25 stig, fjórum stigum meira en FC Kaupmannahöfn sem á þó leik til góða.

Jón Dagur Þorsteinsson kom þá inn á sem varamaður fyrir AGF frá Ársósum þegar liðið vann 3-0 sigur á Álaborg.

Jón Dagur kom inn á í stöðunni 3-0 á 72. mínútu en hann kom þá inn fyrir á Mustapha Bundu sem gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörkin fyrir AGF í leiknum.

Þetta var fjórði sigur AGF í röð og liðið er nú í 3. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 9 leiki.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun