Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Midtjylland vann Íslend­inga­slag­inn – Hjörtur gerði mis­tök

Mikael hafði bet­ur í Íslend­inga­slag í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Midtjylland hafði betur gegn Brøndby á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag, 2-1. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum.

Mikael Anderson var í byrjunarliði Midtjylland og lék fyrstu 76 mínúturnar í leiknum. Hjörtur Hermannsson hóf leikinn á varamannabekk Brøndby en var skipt inná á 76. mínútu, á sama augnabliki þegar Mikael var kippt af velli.

Eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik skoraði Awer Mabil fyrir Midtjylland eftir klukkutíma leik. Sú forysta varði þó ekki lengi, því fjórum mínútum síðar jafnaði Kamil Wilczek metin fyrir Brøndby.

Það var svo Frank Onyeka sem tryggði öll þrjú stig­in fyrir Midtjylland með marki á 82. mín­útu. Hjörtur gerðist sek­ur um tvenn mis­tök í aðdraganda marksins. Hann átti þá misheppnaða hreinsun og náði síðan ekki til knattarins eftir að hafa fengið hann í sig, en stuttu síðar þurfti hann að fara af velli vegna meiðsla.

Midtjyl­l­and er á toppi deildarinnar eft­ir 19 umferðir, með 50 stig og hefur sjö stiga forskot á FC Kaup­manna­höfn sem er í öðru sæti. Brønd­by er í fjórða sætinu með 31 stig.

Eggert Gunnþór Jónsson lék fyrr í dag allan leikinn fyrir SønderjyskE sem vann 2-1 sigur á Esbjerg. Ísak Óli Ólafsson sat á varamannabekknum hjá SønderjyskE, sem er í 10. sæti með 22 stig.

Þá tók Jón Dagur Þorsteinsson út leikbann þegar lið hans AGF frá Árósum gerði 1-1 jafntefli við Lyngby. Frederik Schram var á varamannabekknum hjá Lyngby. AGF er í þriðja sæti á meðan Lyngby er í 9. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið