Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Midtjylland náði sjö stiga for­ystu

Mikael og liðsfélagar hans í Midtjylland náðu í kvöld sjö stiga for­skoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

ÍV/Getty

Mikael Anderson og samherjar hans í Midtjylland náðu í kvöld sjö stiga for­skoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með því að sigra Lyngby, 2-0, á heimavelli sínum.

Heimamenn í Midtjylland komust yfir með marki frá Anders Dreyer eftir hálftíma leik og þeir fóru með 1-0 for­ystu í hálfleik­inn.

Awer Mabil tvöfaldaði forystuna fyrir Midtjylland á 72. mínútu leiksins og þar við sat. Mikael var í byrjunarliði Midtjylland og lék allan leikinn. Frederik Schram sat á varamannabekk Lyngby.

Midtjylland trónir á toppi deildarinnar með 53 stig eftir 21 leiki, en síðan kemur FC Kaupmannahöfn með 46 stig og AGF frá Árósum með 36 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun