Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Midtjylland er að stinga af

Mikael og félagar í Midtjylland juku for­skot sitt á toppi dönsku úr­vals­deild­ar­inn­ar í sjö stig í kvöld.

Mynd/Midtjylland

Mikael Anderson og samherjar hans í danska liðinu Midtjylland náðu sjö stiga forskoti á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar þegar þeir lögðu FC Kaupmannahöfn, 4-1, í toppslag deildarinnar á heimavelli sínum í kvöld.

Mikael var að venju í byrjunarliði Midtjylland en hann lék fyrstu 70 mínúturnar.

Sory Kaba og Evander Ferreira skoruðu fyrir Midtjylland í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 2-0.

Heima­menn í Midtjylland mættu svo tví­efld­ir til leiks eft­ir hlé og skoruðu tvö mörk á átta mínútna kafla. Sory Kaba skoraði þriðja mark Midtjylland og jafnframt sitt annað í leiknum og síðan skoraði Erik Sviatchenko fjórða mark liðsins. Þar á milli skoraði Dame N’Doye fyrir FC Kaupmannahöfn.

Midtjylland hefur nú unnið fimm leiki í röð í deildinni og er með 41 stig í toppsæti deildarinnar, FC Kaupmannahöfn hefur 34 stig og Brøndby er í þriðja sætinu með 31 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun