Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Með eitt af mörk­um um­ferðar­inn­ar

Sverrir Ingi á eitt af fimm bestu mörk­un­um sem skoruð voru í 16. umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Mynd/thrtoc.gr

Sverrir Ingi Ingason, leikmaður PAOK í Grikklandi, á eitt af fimm bestu mörk­unum í 16. umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Sverrir átti frábæran leik og skoraði tvö mörk þegar lið hans sigraði Atromitos á Þorláksmessu, 5-1. Annað markanna sem Sverrir skoraði var afar huggulegt en hann skallaði þá knöttinn laglega aftur fyrir sig í netið, sem má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Kosn­ing stend­ur yfir á besta markinu í umferðinni og hægt er að taka þátt í kosn­ing­unni hérna. Nafn Sverris er það næstneðsta á listanum, eða með gríska letrinu Ίνγκασον.

Sverrir og félagar hans í PAOK eru í toppsæti grísku úrvalsdeildarinnar með 40 stig, tveimur stigum á undan Olymp­iacos, sem er í öðru sæti. Næsti leikur PAOK er á morgun gegn Aris Thessaloniki á útivelli.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið