Fylgstu með okkur:

Fréttir

Með bros á vör eftir lækn­is­skoðun

Birkir var brosmildur þegar hann kom úr læknisskoðun hjá ítalska liðinu Brescia.

ÍV/Getty

Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að Birkir Bjarnason gangi til liðs við ítalska A-deildarliðið Brescia á næstu klukkutímum.

Birkir gekkst und­ir lækn­is­skoðun hjá ítalska liðinu í morgun og verður líklega kynnt­ur sem leikmaður liðsins áður en æfing hefst klukkan 13.45 að ít­ölsk­um tíma, 12.45 að íslenskum tíma, samkvæmt staðarmiðlinum Giornale di Brescia

Birkir var brosmildur þegar hann kom úr læknisskoðun, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Á vef EliveBrescia má sjá þegar hann mætti á svæðið fyrr í morgun.

All­ar lík­ur eru á að Birkir skrifi undir hálfs árs samning við Brescia með mögu­leika á eins árs fram­leng­ingu. Brescia er í 19. sæti ítölsku A-deildarinnar af 20 liðum en næsti leikur liðsins í deildinni er á sunnudag þegar Cagliari kemur í heimsókn.

Hjá Brescia hittir Birkir fyrir Mario Balotelli, sem þykir einn skrautlegasti karakterinn í knattspyrnuheiminum.

Mynd/giornaledibrescia.it

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir