Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Matthías tryggði Vålerenga stig

Matthías tryggði liði sínu Vålerenga jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mynd/Nettavisen

Matthías Vilhjálmsson tryggði Vålerenga stig gegn Kristianstad á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann jafnaði metin, 1-1.

Matthías var í byrjunarliði Vålerenga í leiknum og lék allan leikinn í fremstu víglínu liðsins en hann skoraði markið sitt af stuttu færi þegar rúmt korter var eftir af leiknum. Þetta var sjötta deildarmark Matthíasar á leiktíðinni.

Vålerenga er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig þegar deildin er hálfnuð, eftir 15 umferðir.

Samúel Kári Friðjónsson spilaði í dag allan tímann fyrir Vik­ing í 2-0 tapi gegn Molde. Axel Óskar Andrés­son er enn fjarverandi vegna meiðsla. Þá sat Dagur Dan Þór­halls­son allan tímann á varamannabekk Mjønda­len í 2-2 jafntefli liðsins gegn Tromsø. Viking hefur 19 stig í 9. sæti og Mjønda­len er í 11. sæti með 17 stig.

Fyrr í dag í norsku 1. deildinni lék Viðar Ari Jónsson allan tímann með liði sinu Sandefjord sem sigraði Tromsdalen, 1-0, á heimavelli sínum. Sandefjord er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, fimm stigum á eftir Íslendingaliðinu Álasund.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun