Umfjöllun
Matthías tryggði Vålerenga stig
Matthías tryggði liði sínu Vålerenga jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

Mynd/Nettavisen
Matthías Vilhjálmsson tryggði Vålerenga stig gegn Kristianstad á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann jafnaði metin, 1-1.
Matthías var í byrjunarliði Vålerenga í leiknum og lék allan leikinn í fremstu víglínu liðsins en hann skoraði markið sitt af stuttu færi þegar rúmt korter var eftir af leiknum. Þetta var sjötta deildarmark Matthíasar á leiktíðinni.
Vålerenga er í 5. sæti deildarinnar með 25 stig þegar deildin er hálfnuð, eftir 15 umferðir.
Samúel Kári Friðjónsson spilaði í dag allan tímann fyrir Viking í 2-0 tapi gegn Molde. Axel Óskar Andrésson er enn fjarverandi vegna meiðsla. Þá sat Dagur Dan Þórhallsson allan tímann á varamannabekk Mjøndalen í 2-2 jafntefli liðsins gegn Tromsø. Viking hefur 19 stig í 9. sæti og Mjøndalen er í 11. sæti með 17 stig.
Fyrr í dag í norsku 1. deildinni lék Viðar Ari Jónsson allan tímann með liði sinu Sandefjord sem sigraði Tromsdalen, 1-0, á heimavelli sínum. Sandefjord er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, fimm stigum á eftir Íslendingaliðinu Álasund.
VIF level! Hadn't really been any sign of it coming but the big man Matthías Vilhjálmsson heads home from a Finne FK. 1-1 with roughly 10 mins to play.
— Nordic Football Pod (@nordicfootpod) August 4, 2019

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 6 dagar síðanSverrir Ingi skoraði í toppslagnum – Sjáðu markið
Sverrir Ingi skoraði mark PAOK sem gerði jafntefli í toppslag grísku úrvalsdeildarinnar.
eftir Íslendingavaktin -
Myndskeið
/ 6 dagar síðanMyndband: Ögmundur lagði upp sigurmarkið
Ögmundur minnti enn og aftur á hversu öflugur hann er.
eftir Íslendingavaktin