Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Matthías skoraði sig­ur­markið í æfingaleik

Matthías skoraði sigurmarkið fyrir Vålerenga í æfingaleik gegn Sandefjord á Spáni í dag.

Mynd/VG

Vålerenga hafði betur gegn Sandefjord, 1-0, í æfingaleik á Marbella á Spáni í dag.

Matthías Vilhjálmsson kom Vålerenga yfir strax á 8. mínútu leiksins og það reyndist sigurmark liðsins. Matthías lék allan leikinn.

Emil Pálsson lék fyrsta klukkutímann fyrir Sandefjord í leiknum og Viðar Ari Jónsson lék síðasta hálftímann fyrir liðið.

Vålerenga átti misjöfnu gengi að fagna í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og endaði þá í 10. sæti af 16 liðum. Sandefjord tryggði sér sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en keppni í deildinni hefst á ný í byrjun apríl.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun