Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Matthías skoraði í tvígang í stórsigri – Álasund með sigur

Matthías Vilhjálmsson skoraði tvívegis fyrir Vålerenga í Noregi í dag.

Mynd/FVN

Það voru þó nokkrir Íslendingar í eldlínunni í norsku bikarkeppninni í dag.

Matthías skoraði tvisvar

Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk í 5-0 stórsigri Vålerenga gegn Eidvold á útivelli í norsku bikarkeppninni í dag.

Matthías var byrjunarliði Vålerenga og gerði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu og þriðja mark síns liðs eftir rúman klukkutíma leik. Honum var skipt af velli á 66. mínútu.

Ísfirðingurinn hefur nú gert fjögur mörk fyrir Vålerenga í tíu leikjum á leiktíðinni.

Í byrjunarliði Eidsvold var Ingólfur Örn Kristjánsson og spilaði hann fyrstu 68. mínúturnar í leiknum.

Álasund með sigur

Íslendingaliðið Álasund fór með 1-0 sigur af hólmi gegn Florø á útivelli í dag.

Davíð Kristján Ólafsson var mættur í byrjunarliðið hjá Álasund og þeir Aron Elís Þrándarson og Hólmbert Aron Friðjónsson komu báðir inn á sem varamenn í leiknum.

Hólmbert Aron kom inn á í stað Davíðs Kristjáns á 66. mínútu og þá kom Aron Elís kom inn á völlinn í uppbótartíma seinni hálfleiks.

Dagur Dan og Viðar Ari í sigurliðum

Dagur Dan Þórhallsson byrjaði hjá Mjøndalen og lék allan tímann á miðjunni þegar liðið sigraði Pors Grenland, 4-2, á útivelli í dag. 

Dagur, sem er 19 ára, hefur ekki komið við sögu hjá Mjøndalen í norsku úrvalsdeildinni í fyrstu níu leikjum tímabilsins en hann var í dag að byrja sinn annan bikarleik með liðinu. 

Viðar Ari Jónsson kom þá inn á sem varamaður á 83. mínútu þegar lið hans Sandefjord vann 2-1 sigur gegn Jerv á útivelli í dag.

Oliver lék allan tímann í tapi 

Oliver Sigurjónsson spilaði allan tímann á miðjunni fyrir Bodø/Glimt sem beið lægri hlut fyrir Strømmem, 1-2, í dag.

Oliver var að leika sinn þriðja leik fyrir Bodø/Glimt á leiktíðinni en hann hefur setið mikið á varamannabekknum í fyrstu leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni. 

Þá var Arnór Smárason ónotaður varamaður hjá Lillestrøm þegar liðið vann 4-1 stórsigur á Kvik Halden í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun