Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Matthías skoraði í tvígang fyrir Vålerenga í fyrstu umferðinni

Matthías Vilhjálmsson gerði tvö mörk fyrir Vålerenga í dag þegar norska úrvalsdeildin fór aftur af stað.

Matthías Vilhjálmsson var heldur betur á skotskónum með liði sínu Vålerenga sem vann í dag 2-0 sigur á Mjøndalen í fyrstu umferðinni í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías gerði bæði mörk Vålerenga í leiknum. Það fyrra kom á 19. mínútu og það seinna á þeirri 69. mínútu.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Vålerenga og það er óhætt að segja að þetta hafi verið draumabyrjun hjá Matthíasi með sínu nýja liði, en hann gekk í raðir Vålerenga í síðastliðnum janúarmánuði eftir að hafa leikið fyrir Rosenborg í fjögur ár.

Dagur Dan Þórhallsson, sem á mála hjá Mjondalen, sat allan tímann á varamannabekknum í leiknum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun