Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Matthías setti þrennu í æfingaleik – Sjáðu mörkin

Matthías Vilhjálmsson gerði þrennu með liði sínu Vålerenga í æfingaleik í gær.

Matthías í leik með Vålerenga á undirbúningstímabilinu. Ljósmynd/vif-fotball.no

Matthías Vilhjálmsson fór mik­inn með liði sínu Vålerenga í gær þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við Lillestrøm í æfingaleik.

Matthías kom Vålerenga yfir á 21. mínútu og hann bætti öðru marki við á 38. mínútu. Staðan var 3-1 fyrir Vålerenga í leikhléi en eftir hlé fullkomnaði Matthías þrennuna á 47. mínútu og var skipt af velli á 76. mínútu eftir frábæra frammistöðu.

Vålerenga var í gær að leika sinn síðasta æfingaleik á undirbúningstímabilinu en norska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi.

Matthías gekk í raðir Vålerenga í síðastliðnum janúarmánuði eftir að hafa leikið fyrir Rosenborg í fjögur ár.

Mörk Matthíasar í leiknum má sjá hér að neðan

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið