Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Matthías með mark í stór­sigri Vålerenga – Aron Sig lagði upp

Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt marka Vålerenga í stórsigri í Noregi.

Mynd/VG

Matthías Vilhjálmsson átti góðan leik og skoraði eitt marka Vålerenga þegar lið hans vann stór­sig­ur á Ranheim, 1-5, á útivelli í norsku úr­vals­deild­inni í dag.

Ekki var skorað í fyrri hálfleik en Matthías skoraði fyrsta mark Vålerenga með skalla fljótlega í seinni hálfleiknum. Stutttu síðar tvöfaldaði Deyver forystuna fyrir Vålerenga og þá náði Ranheim að minnka muninn niður á 58. mínútu, en Matthías og félagar áttu bara eftir að bæta í.

Deyver Vega skoraði þriðja mark liðsins á 64. mínútu og jafnframt sitt annað í leiknum og á síðasta korterinu bætti Chidera Ejuke við tveimur mörkum fyrir Vålerenga, sem endaði með því að vinna leikinn 1-5.

Vålerenga fer með sigrinum upp í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar og upp í 14 stig, fimm stigum á eftir Molde sem er á toppnum.

Oliver Sigurjónsson var ónotaður varamaður Bodø/Glimt þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við FK Haugesund norsku úrvalsdeildinni í dag. Bodø/Glimt er í 3. sætinu með 14 stig, jafn mörg og Vålerenga en með betri markatölu.

Dagur Dan Þórhallsson var þá ekki í leikmannahópi Mjøndalen sem beið lægri hlut fyrir Molde, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Aron Sig lagði upp

Aron Sigurðarson lagði upp eina mark Start sem hrósaði 0-1 sigri á útivelli gegn Nest-Sotra í norsku 1. deildinni í dag.

Aron, sem er 25 ára, hefur byrjað leiktíðina frábærlega fyrir Start en í fyrstu sjö deildarleikjum liðsins þá er hann búinn að gera þrjú mörk og leggja upp fjögur til viðbótar.

Start er sem stendur í 3. sæti norsku 1. deildarinnar með 13 stig.

Kristján Flóki Finnbogason og Guðmundur Andri Tryggvason voru báðir hvergi sjáanlegi í leikmannahópi Start í dag.

Viðar Ari kom inn á í sigri

Viðar Ari Jónsson kom inn á sem varamaður á 36. mínútu með liði sínu Sandefjord sem sigraði Sandnes Ulf, 2-4, á útivelli í norsku 1. deildinni í dag.

Sandefjord er í 2. sæti norsku 1. deildarinnar með 15 stig, tveimur meira en Start.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun