Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Matthías lagði upp mark í stór­sigri

Matthías Vilhjálmsson lagði upp í stórsigri Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías lagði upp fjórða mark Vålerenga í kvöld. Mynd/Dagsavisen

Matthías Vilhjálmsson og liðsfé­lag­ar hans í Vålerenga unnu ör­ugg­an 4-1 sig­ur á Tromsø á heimavelli norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Matthías lék all­an leik­inn í fremstu víglínu Vålerenga og lagði upp fjórða markið á liðsfélagasinn Herolind Shala korter fyr­ir leiks­lok.

Vålerenga skoraði fyrsta markið á 13. mínútu og tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik. 2-0 í leikhléi.

Eftir í korter í seinni hálfleiknum kom þriðja markið og tíu mínútum síðar minnkaði Tromsø muninn niður eftir að liðsfélagi Matthíasar skoraði sjálfsmark. Eins og kom fram áðan, þá lagði Matthías upp fjórða mark liðsins, sem reyndist það síðasta í leiknum. Flottur 4-1 sigur hjá Vålerenga.

Um var að ræða leik í 4. umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Vålerenga er með sex stig eftir að hafa unnið í dag og Mjøndalen 2-0 í fyrstu umferðinni en Matthías skoraði bæði mörk liðsins í þeim leik.

Í síðustu umferð fóru fyrrum lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Molde illa með Matthías og félaga, en Molde vann þann leik 4-1. 

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun