Fylgstu með okkur:

Fréttir

Matthías kominn með 100 deildarmörk

Ísfirðingurinn Matthías Vilhjálmsson náði þeim áfanga um síðustu helgi að skora sitt 100. deildarmark á ferlinum.

Mynd/Aftenblad

Ísfirðingurinn Matthías Vilhjálmsson skoraði um síðustu helgi sitt 100. deildarmark á ferlinum þegar lið hans Vål­erenga vann sannfærandi 5-1 útisigur gegn Ran­heim í norksu úrvalsdeildinni. Víðir Sigurðsson greinir frá þessu í Morgunblaði dagsins.

Matthías skoraði fyrsta mark Vålerenga í leiknum um síðustu helgi með skalla fljótlega í seinni hálfleiknum en þetta var hans þriðja mark á leiktíðinni. Níu umferðir eru búnar í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías skoraði sín fyrstu mörk í meistaraflokki með BÍ árin 2002 og 2003 en þau voru 5 talsins á þeim tveimur árum. Árið 2005 gekk Matthías til liðs við FH og lék með liðinu í sex ár, eða til 2011, og skoraði þar í heild 37 mörk.

Frá árinu 2012 hefur Matthías leikið í Noregi, með liðunum Start, Rosenborg og nú með Vål­erenga. Með þeim þremur liðum hefur hann gert 58 mörk.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir