Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Matthías gerði tvennu í gær – Sjáðu mörkin

Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Vålerenga í gær. Sjáðu bæði mörk hans í leiknum.

Mynd/vif-fotball.no

Matthías Vilhjálmsson gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis fyrir Vålerenga í gær sem tók á móti Mjøndalen í fyrstu umferðinni í norsku úrvalsdeildinni.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Vålerenga og Matthías gerði bæði mörk liðsins í leiknum. Það fyrra kom á 19. mínútu og það seinna á þeirri 69. mínútu.

Draumabyrjun hjá Matthíasi með sínu nýja félagi en hann gekk í raðir þess í janúarmánuði. Hann hafði áður leikið fyrir norska félagið Rosenborg í fjögur ár.

Bæði mörk í hans í leiknum má sjá hér að neðan:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið