Kristall Máni Ingason skoraði laglegt mark þegar Sønderjyske vann 3:2-útisigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fyrradag.
Hann jafnaði metin í 2:2 á 59. mínútu þegar hann fékk boltann fyrir framan markið og skaut honum á lofti utanfótar í neðra hægra hornið. Markið var vel útfært og kom á mikilvægum tímapunkti í leiknum.
Kristall Máni var tekinn af velli á 76. mínútu, en Daníel Leó Grétarsson var einnig í byrjunarliði Sønderjyske sem situr í 5. sæti deildarinnar með 22 stig.