Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Markalaust jafntefli hjá Rostov – Ragnar og Björn Bergmann léku báðir

Ragnar og Björn Bergmann léku báðir í markalausu jafntefli Rostov.

ÍV/Getty

Íslendingaliðið Rostov tók í dag á móti Arsenal Tula í rússnesku úrvalsdeildinni. Ragnar Siguðrsson lék allan leikinn í vörn Rostov og Björn Bergmann Sigurðarson lék þá í 77. mínútur sem fremsti maður, en Viðar Örn Kjartansson var ekki í leikmannahópnum.

Rostov átti fleiri markverðar tilraunir í leiknum en Arsenal Tula, eða alls ellefu gegn sex. Ekkert mark var skorað í leiknum og markalaust jafntefli var því niðurstaðan.

Björn Bergmann skoraði þó eitt mark í leiknum en það fékk hins vegar ekki að standa, því hann hafði fengið boltann í höndina rétt áður og í kjölfarið á því fékk hann gult spjald fyrir.

Rússneksa úrvalsdeildin fór af stað um síðustu helgi eftir rúmlega þriggja mánaða vetrarhlé. Rostov situr í sjöunda sæti deildarinnar, með 26 stig, þegar ellefu umferðir eru eftir af leiktíðinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun