Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Markalaust jafntefli hjá Guðlaugi Victori

Guðlaugur Victor og samherjar hans í Darmstadt gerðu markalaust jafntefli í dag.

Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Darmstadt gerðu markalaust jafntefli við Bochum í þýsku B-deildinni í dag.

Guðlaugur Victor lék allan leikinn fyrir Darmstadt í dag. Ekkert mark leit dagsins ljós og markalaust jafntefli varð því niðurstaðan.

Darmstadt situr í 12. sæti þýsku B-deildarinnar af átján liðum og er svo gott sem búið að losa sig við falldrauginn í deildinni og leikur nokkuð örugglega í sömu deild á næstu leiktíð, þó það sé ekki öruggt. Darmstadt er með tíu stigum meira en Magdeburg, sem er í umspils-fallsæti, þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun