Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Marka­laust jafntefli hjá Árna og félögum

Árni Vilhjálmsson lék í markalausu jafntefli í Úkraínu.

Mynd/УПЛ

Árni Vilhjálmsson lék í dag fyrstu 70. mínúturnar er lið hans Chornomor­ets Odessa tók á móti Ko­los Kovalivka í fyrri leik liðanna í um­spili um laust sæti í úkraínsku úr­vals­deild­inni að ári. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Árni hefur gert gott mót síðan hann gekk til liðs við Chornomor­ets fyrr á árinu að láni frá pólska félaginu Termalica Nieciecza. Árni hefur skorað sjö mörk í þrettán leikjum fyrir Chornomor­ets.

Fyrir leikinn í dag hafði Chornomor­ets unnið þrjá leiki í röð sem varð til þess að liðið bjargaði sér frá beinu falli. Liðið endaði í næstneðsta sæti í fallriðli úkraínsku úrvalsdeildarinnar og leikur nú umspil við Kolos Kovalivka úr B-deildinni í Úkraínu. Seinni leikur liðanna fer fram næsta laugardag en þá verður Chornomor­ets á útivelli.

Nói Snæhólm lék í tapi í Svíþjóð

Nói Snæhólm Ólafsson var í byrjunarliði Syrianska og lék allan tímann þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Örgryte í sænsku B-deildinni í dag.

Örgryte skoraði fyrra markið á 13. mínútu leiksins og undir blálokin tvöfaldaði liðið forystuna og fór að lokum með 2-0 sigur af hólmi.

Nói og liðsfélagar hans í Syrianska hafa byrjað leiktíðina illa í deildinni en liðið er sem stendur í 15. sæti deildarinnar með 9 stig eftir ellefu umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun