Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Marka­laust hjá Viðari

Viðar Örn og samherjar hans í Rubin Kazan urðu að sætta sig við marka­laust jafn­tefli.

Mynd/msk.kp.ru

Viðar Örn Kjartansson og samherjar hans í rússneska liðinu Rubin Kazan náðu ekki sigra Krylya Sovetov Samara í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Leik­ur­inn var án marka og Rubin Kazan fékk þar með aðeins eitt stig í bar­átt­unni í neðri hluta deild­ar­inn­ar, en liðið er í 11. sæti deildarinnar af 16 liðum, með 17 stig, tveimur stigum frá fallsvæðinu eftir 15 umferðir.

Viðar Örn lék all­an leik­inn með Rubin Kazan og fékk nokkur góð færi en tókst þó ekki að finna netmöskvana eins og í síðustu leikjum. Viðar hefur aðeins skorað eitt mark í 13 deildarleikjum á leiktíðinni. Eina markið kom í lok júlímánaðar.

Viðar Örn gekk til liðs við Rubin Kazan um mitt ár frá Rostov á lánssamningi sem gildir út leiktíðina, en hann lék fyrri hluta árs með Hammarby þar sem hann skoraði 7 mörk í 15 deildarleikjum í sænsku úrvalsdeildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun