Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Marka­laust hjá Theodóri Elmari

Theodór Elmar var í byrjunarliði Akhisarspor þegar liðið gerði markalaust jafntefli.

Theodór Elmar Bjarnason og félagar hans í tyrkneska liðinu Akhisarspor gerðu markalaust jafntefli við Erzurum BB í tyrknesku 1. deildinni fyrr í dag.

Theodór Elmar var í byrjunarliði Akhisarspor og lék til leiks­loka en leik­ur­inn var án marka og Akhisarspor fékk þar með aðeins eitt stig í bar­átt­unni í efri hluta deild­ar­inn­ar og missti af tæki­færi til að fara upp í toppsætið.

Akhisarspor er í þriðja sæti deildarinnar eftir ellefu leiki með 18 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Hatayspor, sem á þó leik til góða.

Á bekknum eða ekki í leikmannahóp

Aron Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum hjá Újpest í efstu deildinni í Ungverjalandi er liðið vann 3-1 útisigur á Puskas FC Academy. Újpest er í 5. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom ekki við sögu með Spezia þegar liðið laut í gras fyrir Pisa, 3-2, í ítölsku B-deildinni. Spezia er í 13. sæti með 15 stig eftir 12 leiki.

Adam Örn Arnarson vermdi varamannabekkinn allan tímann hjá Gornik Zabrze þegar það steinlá fyrir Legia Warszawa, 5-1, í pólsku úrvalsdeildinni. Gornik Zabrze er í 12. sæti með 16 stig.

Þá var Diego Jóhannesson ekki í leikmannahópi Real Oviedo sem tapaði 3-1 gegn Huesca í spænsku B-deildinni. Real Oviedo er nú í fallsæti, í 19. sæti, með aðeins 14 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun