Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Marka­laust hjá Norrköping

Guðmundur Þórarinsson og samherjar hans í Norrköping gerðu markalaust jafntefli í dag.

Guðmundur Þórarinsson og samherjar hans í Norrköping gerðu markalaust jafntefli við Gautaborg þegar liðin mættust í 17. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Guðmundur lék allan leikinn á miðjunni hjá Norrköping í dag.

Með sigri í dag hefði Norrköping komist upp fyrir Gautaborg á stigatöflunni en sem fyrr munar tveimur stigum á liðunum. Norrköping er í 7. sæti deildarinnar með 28 stig og er sjö stigum á eftir Djurgården, sem er í Evrópusæti.

Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem komst á topp deildarinnar eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Östersunds á útivelli í dag.

Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans í AIK fóru í gær upp í efsta sætið eftir sigur í gær en Malmö þurfti ekki meira en jafntefli í dag til að ná toppsætinu aftur. AIK og Malmö eru bæði með 37 stig en það síðarnefnda er með betri markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun