Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Markalaust hjá Matth­íasi og tap hjá Arnóri

Matthías lék í markalausu jafntefli Vålerenga og Arnór lék í tapi Lillestrøm.

Mynd/Nettavisen

Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Vålerenga og lék til leiksloka þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Tromsø í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vålerenga náði um síðustu helgi að reka af sér slyðruorðið þegar liðið vann loksins sigur en liðið hafði fyrir það leikið tólf deildarleiki í röð án þess að sigra. Vålerenga er í 10. sæti með 34 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Arnór Smárason lék allan tímann og átti góðan leik þegar lið hans Lillestrøm tapaði fyrir Stabæk, 3-1.

Lillestrøm er í 11. sætinu með 29 stig og er í hættu á að falla niður um deild en liðið er aðeins tveimur stigum fyrir ofan umspilssæti um að forðast fall niður í norsku 1. deildina.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun