Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Marka­laust hjá Elíasi Má

Elías Már var í byrjunarliði Excelsior þegar liðið gerði markalaust jafntefli.

ÍV/Getty

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði hollenska B-deildarliðsins Excelsior sem mætti Maastricht á útivelli í kvöld.

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan en Elías Már lék fram á 80. mínútu leiksins.

Excelsior, sem féll úr hollensku úrvalsdeildinni í vor, hefur nú spilað 11 leiki á tímabilinu og situr í 4. sæti hollesnku B-deildarinnar með 20 stig.

Á bekknum eða ekki í leikmannahóp

Ingvar Jónsson sat allan tímann á varamannabekk Viborg sem vann stórsigur á Fremad Amager, 5-0, í dönsku B-deildinni. Viborg er á toppi deildarinnar með 24 stig eftir tólf leiki.

Andri Rúnar Bjarnason var ekki sjáanlegur í leikmannahópi Kaiserslautern þegar liðið tapaði fyrir Duisburg, 3-1, á útivelli í þýsku C-deildinni. Ekkert gengur né rekur hjá Andra og félögum en liðið er í 16. sæti með 13 stig eftir tólf leiki.

Sandra María Jessen var sömuleiðis ekki í leikmannahópi Bayer Leverkusen þegar liðið tapaði fyrir Hoffenheim, 3-1, á heimavelli í þýsku Bundesligunni. Um er að ræða fjórða tapið í röð hjá Leverkusen í deildinnin og er liðið í 9. sæti með 6 stig eftir sjö leiki.

Theodór Elmar Bjarnason tók út leikbann hjá liði sínu Akhisarspor þegar liðið hafði betur gegn Eskisehirspor, 2-1, á heimavelli í tyrknesku 1. deildinni. Akhisarspor trónir á toppnum með 16 stig eftir fyrstu átta leiki sína.

Þá var Kristófer Ingi Kristinsson ekki í leikmannahóp Grenoble er liðið gerði markalaust jafntefli við Orleans í frönsku B-deildinni. Grenoble er í 11. sæti með 15 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun