Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Mark í viðbótartíma tryggði Rostov sigur – Ragnar og Björn léku báðir

Ragnar og Björn Bergmann léku báðir í 2-1 sigri Rostov í dag.

Úr leiknum í dag. ÍV/Getty

Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson voru báðir í byrjunarliði Rostov sem vann 2-1 sigur á Ural í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Rostov skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tíu mínútur og fór með forystu inn í leikhlé.

Ural jafnaði metin snemma í seinni hálfleik, á 52. mínútu.

Ragnar Sigurðsson lék allan tímann í vörn Rostov í leiknum en Björn Bergmann spilaði fyrstu 68. mínúturnar áður en hann var tekinn af velli.

Allt stefndi í 1-1 jafntefli í leiknum en allt kom fyrir ekki því Rostov skoraði sigurmark í viðbótartíma. 2-1 sigur Rostov staðreynd og það var varnarmaðurinn Miha Mevjia sem reyndist hetja félagsins í dag.

Rostov situr enn í sjötta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 32 stig þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun