Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Malmö missti af topp­sæt­inu – Krasnodar með sigur

Arnór Ingvi lék í markalausu jafntefli Malmö og Jón Guðni sat á varamannabekk Krasnodar.

ÍV/Getty

Arnór Ingvi Traustason og samherjar hans í sænska liðinu Malmö misstu í kvöld af mögu­leik­an­um að kom­ast á topp­inn í B-riðli Evrópudeildarinnar.

Malmö fór í heimsókn til svissneska liðsins Lugano og gerði markalaust jafntefli. Arnór Ingvi lék allan leikinn fyrir Malmö.

Malmö er í þriðja sæti riðilsins með 5 stig, aðeins stigi á eftir toppliðunum FC Kaup­manna­höfn og Dynamo Kíev sem mættust í hinni viðureigninni í B-riðlinum og gerðu 1-1 jafntefli. Staðan í riðlinum er því sú sama.

Jón Guðni Fjóluson vermdi varamannabekkinn hjá rússneska liðinu Krasnodar allan tímann þegar liðið sigraði Trabzonspor frá Tyrklandi, 3-1, í C-riðlinum.

Krasnodar situr í þriðja sæti riðilsins með 6 stig og hefur jafnað spænska liðið Getafe, sem er í öðru sæti, að stigum. Svissneska liðið Basel er á toppi riðilsins með 10 stig og er komið áfram í 32-liða úrslitin.

Hvorki Albert Guðmundsson né Rúnar Már Sigurjónsson léku þegar AZ Alkmaar og Astana mættust í L-riðlinum. AZ Alkmaar burstaði Astana, 5-0.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun