Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Malmö komið í topp­sætið

Arnór Ingvi og félagar í Malmö tylltu sér á topp sænsku úrvalsdeildarinnar með sigri í dag.

Malmö, með Arnór Ingva Traustason innanborðs, er komið upp í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Göteborg á heimavelli í dag.

Göteborg lék einum manni færri síðasta hálftímann þar sem André Calisir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Malmö nýtti sér liðsmuninn vel og tókst að komast yfir á 62. mínútu. Markið skoraði Felix Beijmo með skalla af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá vinstri. Lokatölur urðu 1-0 fyrir Malmö.

Arnór Ingvi spilaði allan leikinn á miðjunni fyrir Malmö, sem er nú í efsta sæti deildarinnar með 59 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Djurgården er í öðru sætinu með jafnmörg stig og Malmö en með lakari markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun