Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Malmö hafði betur gegn Helsingborg

Arnór Ingvi og félagar hans í Malmö halda áfram að gera góða hluti.

Arnór Ingvi lék allan leikinn í dag. Mynd/SvD

Andri Rúnar Bjarnason var í byrjunarliði Helsingborg sem fékk Arnór Ingva Traustason og liðsfélaga hans í Malmö í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Malmö en Íslendingarnir tveir spiluðu allan leikinn.

Andri Rúnar var í fremstu víglínu Helsingborg í leiknum og Arnór Ingvi lék á miðjunni hjá Malmö.

Leikurinn var kaflaskiptur og voru gestirnir í Malmö sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Markus Rosenberg, sóknarmaður Malmö, skoraði eina markið í leiknum á 18. mínútu eftir að hafa fengið góða stungusendingu í gegnum vörn Helsingborg. Heimamenn í Helsingborg voru betri í síðari hálfleik en inn vildi knötturinn ekki og Malmö fór að lokum með 1-0 sigur af hólmi.

Með sigrinum náði Malmö sex stiga forskoti á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar en liðið er nú með 30 stig eftir 13 leiki. Helsingborg er í 14. sæti, þriðja neðsta sæti, með 10 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun