Fylgstu með okkur:

Fréttir

„Lík­legra en ekki að eitt­hvað ger­ist hjá mér“

Hjörtur segir líklegra en ekki að hann verði seldur frá Brøndby í sumar.

Mynd/3point.dk

Hjörtur Hermannsson, leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Brøndby, segir líklegra en ekki að hann verði seldur frá liðinu í sumar.

Danska dagblaðið BT Sport greindi frá því í nóvember á síðasta ári að Brøndby ætlaði að setja Hjört á sölulista. Samn­ing­ur Hjartar við liðið renn­ur út um mitt ár 2021 og liðið var sagt ætla að selja hann í stað þess að missa hann frítt þarnæsta sumar. Hjörtur var spurður út í þann orðróm í viðtali við Morgunblaðið.

„Miðað við efna­hag fé­lags­ins reikna ég með því að all­ir leik­menn­irn­ir hafi verið meira og minna til sölu. Ég fékk hins­veg­ar aldrei nein skila­boð um að það stæði til að selja mig og ég heyrði að það væri alls ekki víst að þess­ar fregn­ir hafi komið frá fé­lag­inu. Mér finnst þó lík­legra en ekki að eitt­hvað ger­ist hjá mér í þess­um efn­um í sum­ar,“ sagði Hjört­ur við Morgunblaðið.

Hjört­ur hefur sjálfur verið frá æf­ing­um og keppni vegna meiðsla síðustu mánuði en hann hefur ekki getað tekið þátt í æfingaleikjum Brøndby á Spáni á síðustu dögum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir