Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Liðsfélagi Böðvars klúðraði víti í uppbótartíma

Það var dramatík í leik Jagiellonia Bialystok og Piast Gliwice í Póllandi í dag.

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Jagiellonia Bialystok og lék fyrstu 77. mínúturnar er liðið tapaði naumlega fyrir Piast Gliwice, 2-1, í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar.

Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleiknum og kom það í uppbótartíma rétt fyrir leikhlé þegar Jole Valvencia skoraði af stuttu færi fyrir Piast Gliwice.

Jagiellonia jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu rétt undir lok leiks, á 89. mínútu og þar var Jeses Imaz sem skoraði af punktinum. Nokkru síðar komst Piast Gliwice aftur í forystu með glæsimarki frá Tomasz Jodlowiec. Fleira átti eftir að gerast í uppbótartímanum því á fjórðu mínútu í uppbótartímanum fékk Jagiellonia aftur vítaspyrnu. Jeses Imaz fór aftur á punktinn en að þessu sinni náði hann ekki að skora. 2-1 tap niðurstaðan hjá Böðvari og félögum.

Böðvar og félagar í Jagiellonia eru í fjórða sæti í efra umspili pólsku úrvalsdeildarinnar með 54 stig og eiga tvo leiki eftir á leiktíðinni. 4. sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni, ef marka má vef Kurier Poranny í Póllandi.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun