Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Lið Árna á botninum eftir tap

Árni Vilhjálmsson var í byrjunarliði Chornomorets sem tapaði fyrir Olimpik Donetsk í Úkraínu í dag.

Mynd/Skjáskot af vef Odessa.

Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 71. mínútuna fyrir Chornomorets Odessa þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Olimpik Donetsk, 1-2, á útivelli í fallriðli úkraínsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Heimamenn í Olimpik Donetsk byrjuðu leikinn betur og náðu að skora á 17. mínútu og fóru með 1-0 forystu inn í hálfleikinn. Fljótlega í seinni hálfleik jafnaði Vasili Pavlov metin fyrir Chornomorets en aðeins tveimur mínútum síðar náði Olimpik Donetsk aftur forystu, 2-1, sem urðu lokatölur leiksins.

Árni hefur undanfarið spilað með mjög vel með Chornomorets í síðustu leikjum en fyrir leikinn í dag hafði hann skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk.

Chornomorets þurfti á sigri í dag til að komast upp úr neðsta sæti fallriðilsins en eftir úrslit dagsins er liðið þremur stigum á eftir Arsenal Kyiv, sem er í næstneðsta sæti riðilsins. Chornomorets á þrjá leiki eftir í riðlinum, gegn Karpaty, Vorskla og Desna.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun