Fylgstu með okkur:

Fréttir

Leikur Rúnars og félaga blásinn af vegna óláta stuðningsmanna

Stuðningsmenn Grasshopper voru til vandræða í gærkvöld.

Úr leiknum í gær.

Leik Sion og Grasshopper í svissnesku úrvalsdeildinni var í gærkvöld blásinn af vegna óláta stuðningsmanna.

Það voru stuðningsmenn Grasshopper sem voru til vandræða í gær en þeir skutu blysum nokkrum sinnum inn á völlinn í leiknum.

Rúnar Már Sigurjónsson leikur fyrir Grasshopper í Sviss og var hann í byrjunarliði liðsins annan leikinn í röð.

Rúnar og félagar byrjuðu leikinn illa og voru 2-0 undir í byrun síðari hálfleiks þegar dómari leiksins ákvað að blása leikinn af vegna ólátanna.

Dómarinn stöðvaði leikinn alls þrisvar sinnum áður en hann ákvað að blása leikinn alfarið af.

Ekki er komið á hreint með framhaldið varðandi leikinn en búast má við því að Sion liðið fái skráðan 3-0 sigur.

Tíu lið leika í svissnesku úrvalsdeildinni og Grasshopper situr á botni deildarinnar, með aðeins 18 stig, eftir 25 umferðir. Neðsta liðið mun falla beint niður um deild og næstu tvö lið fyrir ofan fara í umspil um hvaða lið fellur úr deildinni ásamt því neðsta.

Fjórum stigum munar á Grasshopper og liðinu í 9. sæti, Xamax.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir