Fylgstu með okkur:

Fréttir

„Leikmenn þurfa að fara út fyr­ir eig­in þæg­ind­aramma og gera eitthvað krefjandi“

Sara Björk hvetur unga leikmenn til að taka skrefið út fyrir þægindarammann og gera eitthvað krefjandi.

Mynd/Skjáskot af vef Vísis

Lettland og Ísland mætast á morgun í undankeppni EM kvenna. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fór í viðtal hjá kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og talaði þar meðal annars um ungu leikmennina í landsliðinu.

Sara Björk, sem er 29 ára, er al­gjör lyk­ilmaður í landsliðinu, á að baki 128 A-landsleiki og býr yfir gríðarlegri reynslu eftir átta ár í atvinnumennsku.

Að mati Söru hefur landsliðið tekið miklum breytingum síðustu ár með fleiri ungum leikmönnum, sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Aðspurð hvort hún sé tilbúin að hvetja ungu leikmennina til þess að fara út í atvinnumennsku og þroska sinn fótboltaferil þar, svarar Sara:

„Alveg klárlega. Ég er alveg 100% á því að leikmenn þurfi að fara út fyr­ir eig­in þæg­ind­aramma og gera eitthvað krefjandi. Þó það sé erfitt og óþægilegt í byrjun en það mun láta þær þroskast og gera þær að enn betri leikmönnum,“ segir Sara, en viðtalið er hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir