Fylgstu með okkur:

Fréttir

Leik Rúnars þurfti að blása af vegna óláta

Flauta þurfti af hjá Rúnari Má vegna óláta stuðningsmanna Grasshoppers í svissnesku úrvalsdeildinni í dag.

Mynd/Sport1

Leik Luzern og Grasshoppers í svissnesku úrvalsdeildinni var í dag blásinn af vegna óláta stuðningsmanna Grass­hopp­ers. Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem slíkt gerist hjá Grasshoppers en landliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson leikur með félaginu og var hann í byrjunarliðinu í leiknum.

Stuðningsmenn Grasshoppers voru til vandræða í leiknum í dag en þeir hótuðu því að fara inn á völlinn.

Lögregla og leikmennirnir á vellinum reyndu að koma í veg fyrir að stuðningsmenn kæmu inn á völlinn en það tókst ekki og dómari leiksins þurfti á endanum að blása leikinn af. Grasshoppers var að tapa leiknum 4-0 og allt bendir til þess að úrslitin muni standa óhögguð.

Grasshopper var fyrir leikinn fallið niður í næstefstu deild. Liðið er alls 13 stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni í Sviss.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir