Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Lag­legt mark Jóns Dags

Jón Dagur skoraði gott mark fyr­ir AGF um síðustu helgi.

ÍV/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði laglegt mark þegar hann kom AGF frá Árósum yfir gegn Midtjyl­l­and í dönsku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag. Jón Dagur kom AGF í 2-1 á 52. mínútu, en leiknum lauk með 3-1 sigri AGF.

Staðan var 1-0 fyrir Midtjyl­l­and að loknum fyrri hálfleik en AGF mætti gríðarlega sterkt til leiks í seinni hálfleik og skoraði þrjú mörk á fyrstu tíu mín­út­um hans. Jón Dagur lék fyrstu 70 mínúturnar og Mikael Anderson allan leikinn fyrir Midtjyl­l­and.

Jón Dagur hef­ur nú skorað fimm mörk í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en AGF-liðið er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig eftir 20 umferðir.

Hægt er að sjá markið hjá Jóni Degi um síðustu helgi hér fyr­ir neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið