Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Lag­legt mark Berglindar – Myndband

Berglind Björg skoraði lag­legt mark fyr­ir AC Milan í dag.

ÍV/Getty

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði einkar lag­legt mark fyr­ir AC Milan þegar liðið vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Inter Milan í ítölsku A-deildinni í dag.

Berglind fékk góða hælsendingu inn fyr­ir vörn Inter Milan á 69. mínútu leiksins og skoraði síðan með laglegu skoti innan teigs í fjær­hornið. Markið má sjá hér að neðan.

Þetta var fjórða mark Berglindar fyrir AC Milan í jafnmörgum leikjum, en hún gekk í raðir liðsins fyrir tveimur vikum sem lánsmaður frá Breiðabliki.

AC Mil­an hef­ur unnið alla fjóra leiki sína síðan Berg­lind kom til liðsins og er liðið í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig eftir 14 umferðir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið